Stefnuyfirlýsing fyrir stjórnun vörumerkja í nýjum heimi

  1. Vörumerki eru í eðli sínu ílát fyrir samfélagslega útbreidda merkingu. Þau eru hvorki fyrirbærið sem þau standa fyrir né umboðsaðili þess, heldur eru þau sjálfstætt hugtak. 

  2. Vörumerki eru allstaðar, þau geta staðið fyrir vörur, þjónustu, fólk, staði, hugmyndir, stofnanir, viðburði, hópa, og margt fleira. Þau hafa áhrif á flesta þætti í daglegu lífi fólks.

  3. Tilgangur vörumerkja er að:

    - Skapa hagstætt samhengi fyrir það fyrirbæri sem þau standa fyrir.

    - Auka táknrænt virði þess fyrirbæris sem þau standa fyrir.

    - Koma því fyrirbæri sem þau standa fyrir á framfæri.

    - Aðgreina fyrirbærið sem þau standa fyrir frá öðrum sambærilegum.

  4. Til þess að uppfylla tilgang sinn sem best á meginmarkmið vörumerkja ávallt að vera að leysa samfélagslega togstreitu almennings í gegnum frásagnir. Það er vegna þess að vörumerki starfa í grunninn á sögumörkuðum, ekki á vörumörkuðum.

  5. Frásagnir vörumerkja eru ekki bundnar við staka auglýsingu, herferð, eða skilaboð. Þær eru heildræn endurspeglun á öllum hliðum vörumerkis.

blautirhausar@blautirhausar.is /// 850-4197 /// Laugavegur 114-116